Jóhannes Jensson

Jóhannes Jensson heiti ég og er eyjapeyji í húð og hár. Þrátt fyrir ungan aldur (18 ára) hef ég náð virkilega góðum árangri í ljósmyndun þó ég segji sjálfur frá og hef ég fengið mikið hrós fyrir myndirnar mínar.

Áhugi minn á ljósmyndun er tiltölulega nýr eða þannig. Byrjaði að mynda í lok árs 2017 og er það honum Tóa Vídó vini mínum að þakka en ég hafði fylgst með honum í nokkurn tíma áður en ég byrjaði að mynd. Fyrst um sinn var síminn bara notaður í þetta áhugamál og var ég alveg við það að gefast upp þegar einhver hvíslaði að mér að halda áfram, ekki gefast upp og að þetta komi að lokum. Áfram hélt ég, keypti mér mína fyrstu alvöru myndavél og síðan þá var ekki aftur snúið.
Nánast allur minn frítími (fyrir og eftir vinnu) fer í ljósmyndun og það er ekkert eins skemmtilegt eins og að vera með góðum vinum að taka myndir. Að búa í Eyjum er heldur alls ekkert að skemma fyrir en það er alltaf hægt að finna eitthvað nýtt til að mynda.

Viðfangsefni mynda minna eru margbreytilegt en Vestmannaeyjar spila risastóran þátt í öllum mínum ljósmyndum.
Náttúrumyndir af alskyns toga, myndir af dýrum, mönnum og íþróttaviðburðum svo eitthvað sé nefnt en best er held ég að leyfa myndunum mínum að tala sínu máli

signature
×

Cart

Panta ljósmyndun

Lorem ipsum dolor sit amet